Ávísun á risagjaldþrot ef lán fæst ekki frá IMF

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. mbl.is/Árni Sæberg

„Við þurfum á sex milljarða Bandaríkjadala lánveitingu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, (IMF) og vinaþjóðum að halda. Það er forsenda þess að hér verði hægt að koma á eðlilegum gjaldeyrisviðskiptum,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins í Silfri Egils í Sjónvarpinu.

Vilhjálmur sagði ábyrgðarlaust að tala þannig að hafna ætti lánveitingunum.

„Ef við höfnum lánveitingunum þá keyrum við hagkefið niður í ekki neitt. Það er ávísun á eitt risagjaldþrot hjá íslenskum heimilum og fyrirtækjum,“ sagði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka