Flugeldi kastað inn á lögreglustöð

Stórum flugeldi var í nótt kastað inn í lögreglustöðina á Selfossi. Hann sprakk, lögreglumaður náði að forða sér en ekki mátti miklu mun að illa færi, að sögn lögreglumanns í morgun.

Þetta gerðist um klukkan hálf tvö í nótt. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins en lögreglan hefur grunsemdir hver gæti hafa verið að verki.

„Það mátti ekki miklu muna að illa færi,“ sagði lögregluþjónn á Selfossi við Fréttavef Morgunblaðsins í morgun. Taustóll logaði eftir að flugeldurinn sprakk en lögreglan náði að slökka strax. Skemmdir urðu ekki verulegar en líklega þarf að mála afgreiðsluna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert