Lengi getur vont versnað

„Af því að það er dag­ur ís­lenskr­ar tungu þá mundi ég nú nota önn­ur orð en lausn um þessa niður­stöðu. Ég man eft­ir gagn­sæj­um, skýr­um ís­lensk­um orðum, sem heita upp­gjöf, ósig­ur, tap. Þau koma mér fyrr  í hug held­ur en lausn þegar þetta er kynnt. Ég hef vonda til­finn­ingu fyr­ir þessu og ég segi bara lengi get­ur vont versnað í því hvernig rík­is­stjórn­in held­ur á þess­um mál­um,“ seg­ir Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, formaður VG um lausn Ices­a­ve-deil­unn­ar sem rík­is­stjórn­in kynnti í kvöld.

Stein­grím­ur seg­ir að sú mar­tröð sem hann óttaðist frá byrj­un, sé nú að ganga eft­ir.

„Þegar mál­in voru sett í þetta IMF-ferli þá sagði ég, og kunnu ýms­ir mér litl­ar þakk­ir fyr­ir, að menn væru að lenda með þessi mál inn í mjög hættu­leg­an far­veg, hefðu eng­in önn­ur úrræði eða reyndu að hafa önn­ur spil á hendi. Ég sagði líka að það væri ban­eitruð teng­ing á bakvið í um­sókn­ar­ferl­inu, yfir í þessi óút­kljáðu deilu­mál við Breta, hol­lend­inga og fleiri. Nú höf­um við það skjalfest,“ seg­ir Stein­grím­ur.

„Þá hef­ur Evr­ópu­sam­bandið blygðun­ar­laust, notað um­sókn okk­ar til Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins, til að pína okk­ur til upp­gjaf­ar í þessu máli,“ seg­ir Stein­grím­ur en upp­gjöf­in felst í af­sali Íslend­inga á því að fá lög­form­lega niður­stöðu í það, hverj­ar ábyrgðir og þjóðrétt­ar­leg­ar skuld­bind­ing­ar Íslend­inga eru í þessu máli.

„ESB er að pína okk­ur til póli­tískr­ar niður­stöðu, því það vill ekki láta reyna á það hver okk­ar ábyrgð er, það vill ekki einu sinni að mál­in fari í slíkt ferli því að þeir telja að það ruggi bátn­um. Og þá eru þeir að sjálf­sögðu með í huga hags­muni allra inn­stæðutrygg­inga á Evr­ópu­svæðinu. Þar með erum við að semja frá okk­ur rétt okk­ar til þess að fá lög­form­lega niður­stöðu í málið, sem ég tel að við höf­um bara ekk­ert leyfi til að gera.“

Stein­grím­ur seg­ist ótt­ast að Íslend­ing­ar verði í mjög veikri eða svo gott sem engri samn­ings­stöðu í fram­hald­inu. Rík­is­stjórn­in hafi í raun og veru geng­ist und­ir tvíþætta þving­un­ar­skil­mála.

„Ann­ars veg­ar þving­un­ar­skil­mála Evr­ópu­sam­bands­ins og hins veg­ar Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins. Ég tel að rík­is­stjórn­in hafi ákaf­lega tak­markað umboð til að gera þetta og ég er, svo vægt sé til orða tekið, ósátt­ur við sam­skipt­in við rík­is­stjórn­ina um þetta mál. Þetta er ekki í þeim far­vegi sem ég get sætt mig við og ég tek þessu mjög þung­lega, hvernig rík­is­stjórn­in hef­ur haldið á þessu máli.“

Stein­grím­ur seg­ir það ekki öf­undsvert hlut­skipti ráðherra í rík­is­stjórn­inni að ætla að und­ir­rita víxla bæði vest­an hafs og aust­an sem muni verða gríðarleg­ar byrðar, jafn­vel ófæddra kyn­slóða Íslend­inga. Búið sé að skuld­setja þjóðarbúið upp í rjáf­ur.

Stein­grím­ur seg­ist ugg­andi vegna þeirra samn­inga sem í hönd eiga að fara.

„Ég held nú að reynsl­an af Evr­ópu­sam­band­inu í heild og ekki síst Breta und­an­farna sól­ar­hringa og vik­ur, sé nú ekki bein­lín­is slík að hún auki manni bjart­sýni á að sann­girni verði sýnd í kom­andi viðræðum,“ seg­ir Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, formaður VG.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert