Slæmt að geta ekki látið reyna á lagalegt gildi

Guðjón A. Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins.
Guðjón A. Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins. mbl.is/Ásdís

„Maður veit ekki hvað í samkomulaginu felst,“ sagði Guðjón A. Kristjánsson, alþingismaður og formaður Frjálslyndaflokksins, þegar leitað var viðbragða hjá honum við frétt ríkisstjórnarinnar um samkomulag um að semja um IceSave-deiluna.

Guðjón sagði það skipta meginmáli um hvaða lán sé verið að ræða um frá Evrópusambandinu eða ríkjum þess, hvaða vaxtakjör verði á þeim og afborgunarskilmálar.

„Ég treysti mér ekki til að taka afstöðu til þessa máls fyrr en ég veit hvað í pakkanum er,“ sagði Guðjón. „Mér finnst slæmt að við séum knúin til að hverfa frá þeim rétti okkar að láta reyna á hvert lagalegt gildi þessa ákvæðis er í EES-samningnum.“

Guðjón kvaðst eiga von á því að stjórnarandstaðan verði kölluð á fund í fyrramálið, á mánudagsmorgun, til að segja henni nánar frá því hvað í þessu felst.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka