Vilja kosningar í upphafi nýs árs

mbl.is/Brynjar Gauti

Stjórn Sam­fylk­ing­ar­fé­lags­ins í Reykja­vík skor­ar á þing­flokk Sam­fylk­ing­ar­inn­ar að beita sér fyr­ir því að kosn­ing­ar til Alþings fari fram sem fyrst á nýju ári. Traust al­menn­ings verði ein­ung­is end­ur­vakið með kosn­ing­um.

Í álykt­un reyk­vískra sam­fylk­ing­ar­manna seg­ir að mik­il ólga og reiði sé í sam­fé­lag­inu og kraf­an um kosn­ing­ar sé há­vær.

„Sam­fylk­ing­in sem lýðræðis­leg­ur stjórn­mála­flokk­ur má ekki skella skolla­eyr­um við eðli­leg­um kröf­um þjóðar­inn­ar um virkt lýðræði. Með kosn­ing­um verður þjóðin þátt­tak­andi í þeirri upp­bygg­ingu sem framund­an er,“ seg­ir í álykt­un stjórn­ar Sam­fylk­ing­ar­fé­lags­ins í Reykja­vík.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert