Vilja kosningar í upphafi nýs árs

mbl.is/Brynjar Gauti

Stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík skorar á þingflokk Samfylkingarinnar að beita sér fyrir því að kosningar til Alþings fari fram sem fyrst á nýju ári. Traust almennings verði einungis endurvakið með kosningum.

Í ályktun reykvískra samfylkingarmanna segir að mikil ólga og reiði sé í samfélaginu og krafan um kosningar sé hávær.

„Samfylkingin sem lýðræðislegur stjórnmálaflokkur má ekki skella skollaeyrum við eðlilegum kröfum þjóðarinnar um virkt lýðræði. Með kosningum verður þjóðin þátttakandi í þeirri uppbyggingu sem framundan er,“ segir í ályktun stjórnar Samfylkingarfélagsins í Reykjavík.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka