Afsögn Guðna kom á óvart

Valgerður Sverrisdóttir.
Valgerður Sverrisdóttir.

„„Þetta kem­ur mér mjög á óvart,“ seg­ir Val­gerður Sverr­is­dótt­ir, vara­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, um af­sögn Guðna Ágústs­son­ar sem þingmaður og formaður flokks­ins. Val­gerður seg­ist ekki hafa vitað hvað stæði til fyrr en Guðni hringdi í hana laust fyr­ir kl. 15 í dag. 

„Ég virði hans ákvörðun og óska hon­um velfarnaðar.“

Við brott­hvarf Guðna mun Val­gerður taka við for­ystu í flokkn­um. „Ég lít á það sem tíma­bundið embætti, hvað mig varðar,“ seg­ir Val­gerður en flokksþing Fram­sókn­ar­flokks­ins fer fram í janú­ar og verður þá ný for­ysta kos­in. Val­gerður seg­ir ekki ljóst hvort hún bjóði sig fram sem formann. „Það er óákveðið og frek­ar minni lík­ur á því en meiri.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert