Drög lögð að umsókn um ESB-aðild?

Utanríkisráðuneyti Íslands hefur þegar lagt drög að umsókn um aðild að Evrópusambandinu í byrjun næsta árs, eftir því sem fram kemur á fréttavefnum euobserver. Vefurinn vísar í umfjöllun Financial Times og segir að markmiðið sé að Ísland verði aðili að ESB árið 2011.

Á vef euobserver er sagt frá skipan Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins fyrir helgi og flýtingu landsfundar flokksins. Þá segir að Íslendingar hafi ætíð verið andvígir ESB-aðild en í kjölfar bankahrunsins hafi viðhorf þjóðarinnar breyst. Nú styðji um 70% landsmanna aðildarumsókn í stað 50% áður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka