Ræða skilmála lánveitingar

Jóannes Eidesgaard.
Jóannes Eidesgaard.

Jó­ann­es Ei­des­ga­ard, fjár­málaráðherra Fær­eyja, kom í dag til Reykja­vík­ur. Á morg­un mun hann hitta Árna M. Mat­hiesen fjár­málaráðherra. Hann er kom­inn til að ræða um gjald­eyr­is­lánið sem Fær­ey­ing­ar ætla að veita Íslend­ing­um.

Í frétt frá sendi­ráði Fær­eyja í Reykja­vík seg­ir að ætl­un­in með heim­sókn Jó­ann­es­ar til Reykja­vík­ur sé að gera sam­komu­lag um al­menna skil­mála í sam­bandi við gjald­eyr­is­lánið sem Fær­eyj­ar vilja veita Íslandi.

Niðurstaðan á fund­in­um mun verða lögð fyr­ir lögþing Fær­eyja, sem mun gefa Lands­stjórn­inni end­an­lega heim­ild til að veita Íslandi 300 millj­óna kr. gjald­eyr­is­lán.

Í för með fjár­málaráðherra Fær­eyja eru Sig­urd Poul­sen, lands­banka­stjóri Fær­eyja og Pet­ur Al­berg Lam­hauge, ráðuneyt­i­stjóri í fær­eyska fjár­málaráðinu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert