Ræða skilmála lánveitingar

Jóannes Eidesgaard.
Jóannes Eidesgaard.

Jóannes Eidesgaard, fjármálaráðherra Færeyja, kom í dag til Reykjavíkur. Á morgun mun hann hitta Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra. Hann er kominn til að ræða um gjaldeyrislánið sem Færeyingar ætla að veita Íslendingum.

Í frétt frá sendiráði Færeyja í Reykjavík segir að ætlunin með heimsókn Jóannesar til Reykjavíkur sé að gera samkomulag um almenna skilmála í sambandi við gjaldeyrislánið sem Færeyjar vilja veita Íslandi.

Niðurstaðan á fundinum mun verða lögð fyrir lögþing Færeyja, sem mun gefa Landsstjórninni endanlega heimild til að veita Íslandi 300 milljóna kr. gjaldeyrislán.

Í för með fjármálaráðherra Færeyja eru Sigurd Poulsen, landsbankastjóri Færeyja og Petur Alberg Lamhauge, ráðuneytistjóri í færeyska fjármálaráðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka