Bresk stjórnvöld fagna því skrefi íslenskra stjórnvalda að tryggja innistæður breskra sparifjáreigenda í Icesave, netreikningi Landsbankans sem mikill styr hefur staðið um eftir bankahrunið.
Þetta kom fram í tilkynningu frá talsmanni breska fjármálaráðuneytisins, sem vildi ekki láta nafns síns getið.
Íslensk stjórnvöld hyggjast ganga í ábyrgðir fyrir Icesave-reikninga fyrir upphæðir upp að 21.000 evrum, um 3,6 milljónum króna, á hverjum reikningi.