Fjármögnun viðbótarláns tryggð

Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á blaðamannafundi í …
Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á blaðamannafundi í dag. mbl.is/Ómar

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, sagði á blaðamanna­fundi nú síðdeg­is, að búið væri að tryggja lán að fjár­hæð 3 millj­arðar dala, sem gert er ráð fyr­ir að ís­lenska ríkið þurfi til viðbót­ar við 2,1 millj­arðs dala lána­fyr­ir­greiðslu frá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum.

Geir sagði, að láns­féð kæmi aðallega frá Norður­lönd­um og einnig frá fleiri lönd­um, svo sem Póllandi.

Fram kem­ur í yf­ir­lýs­ingu, sem ís­lensk stjórn­völd hafa sent Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum um efna­hags­ráðstaf­an­ir, að hrun banka­kerf­is­ins hafi leitt af sér tals­verða þörf fyr­ir er­lent láns­fé.  Gert sé ráð fyr­ir að þessi þörf sé 24 millj­arðar Banda­ríkja­dala á tíma­bil­inu til loka árs­ins 2010. Þar af séu um 19 millj­arðar van­skil vegna skulda yf­ir­teknu bank­anna þriggja, svo og fjár­magn til að gera upp nauðsyn­leg­ar greiðslur tengd­ar er­lend­um inn­stæðum, en af­gang­ur­inn sé sjóðsþörf að fjár­hæð 5 millj­arðar Banda­ríkja­dala.

„Við ger­um ráð fyr­ir að 2 millj­arðar Banda­ríkja­dala fá­ist með láni frá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum sem skil­ur eft­ir af­gangs­fjárþörf er nem­ur 3 millj­örðum Banda­ríkja­dala. Við ger­um ráð fyr­ir að þetta bil verði brúað með tví­hliða láns­samn­ing­um og mun­um ljúka viðræðum þess efn­is áður en stjórn sjóðsins tek­ur mál okk­ar fyr­ir. Mat á því hvernig geng­ur að mæta fjárþörf okk­ar verður hluti af árs­fjórðungs­leg­um end­ur­skoðunum okk­ar og sjóðsins," seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

And­ers Borg, fjár­málaráðherra Svíþjóðar, sagði á blaðamanna­fundi í Stokk­hólmi í dag, að hann geri ráð fyr­ir að Sví­ar muni taka þátt í að veita Íslend­ing­um lán. Áður verði ís­lensk stjórn­völd þó að leggja fram trú­verðuga áætl­un um hvernig koma eigi efna­hags­mál­um lands­ins í samt lag. 

Þings­álykt­un­ar­til­laga rík­is­stjórn­ar­inn­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka