Kaupmenn hafa litlar áhyggjur af jólaverslun

mbl.is

Jólaverslun er komin strax í gang og kaupmenn segjast hafa litlar áhyggjur af vertíðinni. Fólk virðist að minnsta kosti enn hafa jafnmikið og áður milli handanna. Útlendingum hefur einnig fjölgað í hópi viðskiptavina.

Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, segir jólaverslun greinilega vera byrjaða og í henni sé hæg stígandi. Kaupmenn séu nokkuð bjartsýnir og hafi ekki áhyggjur af því að minna komi í kassann en undanfarin ár. ,,Annars vegar ferðast fólk minna núna og kaupir því meira innanlands. Svo hafa útlendingar verið að skila sér í auknum mæli í húsið í ljósi veikrar stöðu krónunnar enda hafa flugfélögin verið dugleg að auglýsa erlendis.“ Hann sagði verslunareigendur ekki hafa áhyggjur af birgðastöðu fyrir jólin enda birgðu menn sig upp strax að loknum sumarútsölum. Fólk væri nokkuð meðvitað um þetta og þeir hefðu ekki orðið varir við áhyggjur almennings af jólagjafaúrvalinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert