Karlmaður, sem keypti notaða bílvél nýlega í Hveragerði, komst að því þegar hann fór að skoða vélina betur, að um væri að ræða vél sem stolið var frá honum sjálfum fyrir nokkrum árum. Að sögn lögreglunnar á Selfossi er málið í rannsókn.
Annar karlmaður , sem handtekinn var í síðustu viku vegna innbrots í Hveragerði, viðurkenndi innbrotið og að hafa stolið verkfærum og munum fyrir um nærri eina milljón króna.
Í framhaldi þess var gerð húsleit hjá manninum í Hafnarfirði og fundust þar nýir hjólbarðar að verðmæti um 700 þúsund krónur sem mun hafa verið stolið af dekkjalager á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess voru þar tvö torfæruvélhjól sem grunur er um að hafi verið stolin.
Maðurinn var látinn laus að yfirheyrslu
lokinni.