Þingsályktunartillaga um IMF-samning

Geir H. Haarde.
Geir H. Haarde.

Þingsályktunartillaga verður lögð fram af hálfu ríkisstjórnarinnar, á Alþingi í dag þar sem lagt er til að gengið verði til samninga við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um samstarf í efnahagsmálum. Með fylgir yfirlýsing, sem ríkisstjórnin sendi gjaldeyrissjóðnum í byrjun nóvember og DV birti í dag en fram að því hafði yfirlýsingin verið trúnaðarmál.

Þetta kom fram máli Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, á Alþingi í dag. Sagði Geir, að Alþingi myndi að sjálfsögðu fá að fjalla um málið enda yrðu engir samningar um fjárhagsskuldindingar, gerðir nema með fyrirvara um samþykki Alþingis.

Geir sagði, að Alþingi myndi þannig taka ákvörðun um hvort gengið yrði til þessara samninga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert