Mikil stemmning á fundinum

Mikið fjölmenní er á fundinum á Nasa.
Mikið fjölmenní er á fundinum á Nasa. Ómar Óskarsson

Skemmtistaðurinn Nasa er nú troðfullur af fólki sem þangað er komið á opinn borgarafund. Efni fundarins er að ræða ástandið í þjóðfélaginu og að gefa almennum borgurum tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri. Mikil stemmning er á staðnum.

Fundarmaður sem  mbl.is. ræddi við áætlaði að 800-1.000 manns væru í húsinu. Hann sagði að þar væri mikil stemmning og góður rómur gerður að ræðum og mikið klappað. Margar hnyttnar setningar hrutu af vörum ræðumanna og fengu góðan hljómgrunn.

Fummælendur voru Irma Erlingsdóttir, bókmenntafræðingur, Eggert Briem, stærðfræðingur, Björg Eva Erlendsdóttir, blaðamaður og
Davíð A. Stefánsson, bókmenntafræðingur. Fundarstjóri er Gunnar Sigurðsson leikstjóri.

Einn ræðumanna líkti ástandinu í þjóðfélaginu við rútu sem ekið hefði verið á ofsahraða út í skurð. Síðan þegar sjúkrabíllinn kom var enginn annar en hinn glannafengndi rútubílstjóri undir stýri.

Þegar frummælendur höfðu lokið máli sínu var orðið gefið laust og hver sem vildi fékk tvær mínútur til að tjá sig úr sal eða spyrja þátttakendur í
pallborði spurninga.

Síðan áttu að verða pallborðsumræður þar sem fulltrúar fjölmiðla og Blaðamannafélags Íslands áttu sæti. Þeir sem áttu að taka þátt í umræðunum voru m.a. Ólafur Stephensen ritstjóri Morgunblaðsins, Jón Kaldal ritstjóri Fréttablaðsins, Broddi Broddason fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu, Sigmundur
Ernir Rúnarsson fréttamaður hjá Stöð2 og Bylgjunni, Reynir Traustason ritstjóri DV, Egill Helgason sjónvarpsmaður og Arna Schram frá Blaðamannafélagi Íslands.

Öllum stjórnmálamönnum, seðlabankastjórum, bankastjórum, fréttastjórum og öðru fjölmiðlafólki var boðið að mæta til að svara spurningum Íslendinga milliliðalaust. Nokkrir alþingismenn höfðu þekkst boðið og voru mættir á fundinn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert