Úr stjórnum fyrir vikulok

Jón Ásgeir Jóhannesson
Jón Ásgeir Jóhannesson Ómar Óskarsson

Jón Ásgeir Jó­hann­es­son mun víkja úr öll­um stjórn­um hluta­fé­laga hér á landi fyr­ir viku­lok, að því er seg­ir í at­huga­semd frá hon­um. Hann vís­ar bolla­legg­ing­um um hugs­an­legt lög­brot á bug og kveðst hafa virt tím­aramma Hluta­fé­laga­skrár.

Í at­huga­semd­inni seg­ir Jón Ásgeir að aldrei hafi annað staðið til hjá sér en að hætta í stjórn­um hluta­fé­laga hér á landi.  Hluta­fé­laga­skrá hafi veitt álit sitt á þeim tím­aramma sem hann hefði og hann hafi fylgt þeim til­mæl­um. „Sam­hliða hef ég verið að losa mig úr stjórn­um eft­ir því sem aðstæður hafa leyft. Menn verða að gá að því að það er ekki sama hvernig þetta er gert, það er bara hægt að kjósa nýja stjórn­ar­menn á aðal­fund­um og það þarf að finna fólk í staðinn. Það hef­ur líka mætt mikið á þess­um fyr­ir­tækj­um sem sum hver eru að berj­ast fyr­ir lífi sínu.

Eins og kom fram í síðustu viku þá er verið að ganga frá úr­sögn minni úr stjórn­um þeirra fé­laga sem eft­ir stóðu. Þetta verður frá­gengið mál í þess­ari viku, vel inn­an tíma­marka Hluta­fé­laga­skrár. Ég vísa því tali um lög­brot al­farið á bug og skil ekki hvað Páli geng­ur til, né í Morg­un­blaðinu að hleypa þessu á forsíðuna í annað sinn á einni viku," seg­ir í at­huga­semd Jóns Ásgeirs.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert