Vill frekar deyja en snúa aftur

Mehdi Kavyan Pour hælisleitandi frá Íran hefur verið í hungurverkfalli í níu daga til að mótmæla þeirri ákvörðun yfirvalda að senda hann aftur til heimalandsins. Mehdi hefur beðið þess í fjögur ár að niðurstaða fáist í mál hans. Hera Ósk Einarsdóttir verkefnastjóri hjá Reykjanesbæ segir að  þrír hælisleitendur hafi verið í hungurverkfalli, einn þeirra er þó nýlega farinn að borða aftur.  Fyrir helgi hættu þeir tveir sem eru áfram að svelta sig að drekka vökva og þurfti í kjölfarið að flytja Medhi  á sjúkrahús.

Hann var útskrifaður af sjúkrahúsi á laugardag og féllst á að ræða við MBL Sjónvarp  á Fit í Njarðvík þar sem hann dvelur ásamt öðrum hælisleitendum.  Mehdi segist hafa unnið fyrir póst og símamálastofnun í heimalandinu og haft þann starfa að hlera síma. Trúnaðarupplýsingar hafi horfið af skrifstofunni og kjölfarið hafi tveir samstarfsmenn hans látist við dularfullar kringumstæður. Hann hafi flúið land en kona hans og dóttir orðið eftir í Teheran. Hann hefur nú samþykkt að drekka vökva en segist ætla að svelta sig þar til málið verður tekið upp að nýju. Hann vilji frekar deyja í rúminu sínu heldur en í fangelsi í Íran.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka