Átta skólar kepptu til úrslita

Keppendur og nemendur Austurbæjarskóla fögnuðu úrslitunum.
Keppendur og nemendur Austurbæjarskóla fögnuðu úrslitunum. Árni Sæberg

Aust­ur­bæj­ar­skóli sigraði í hæfi­leika­keppni grunn­skóla Reykja­vík­ur, Skrekk 2008, í kvöld. Lauga­lækj­ar­skóli varð í 2. sæti og Haga­skóli í 3. sæti. Keppn­in fór fram fyr­ir í Borg­ar­leik­hús­inu. Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir borg­ar­stjóri af­henti sig­ur­veg­ur­un­um verðlaun­in. Hún sagði ljóst að Ísland sem ætti þetta unga hæfi­leika­fólk þyrfti ekki að kvíða.

Átta grunn­skól­ar kepptu til úr­slita. Skól­arn­ir sem komust í úr­slit að þessu sinni voru Aust­ur­bæj­ar­skóli, Haga­skóli, Hamra­skóli, Hóla­brekku­skóli, Hvassa­leit­is­skóli, Selja­skóli og Vík­ur­skóli.

Skrekk­ur hef­ur und­an­far­in ár notið sí­vax­andi vin­sælda nem­enda grunn­skól­anna og hefst und­ir­bún­ing­ur keppn­inn­ar í mörg­um skól­um strax í upp­hafi haust­ann­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert