Bruni í Þykkvabæ

Húsið í Þykkavæ stóð í björtu báli.
Húsið í Þykkavæ stóð í björtu báli. mbl.is

Íbúðarhús brann í Þykkvabæ í nótt. Húsið var mannlaust. Lögreglan fékk tilkynningu um eld í húsinu klukkan 1:29 í nótt og barðist slökkvilið við eldinn til rúmlega fimm í morgun.

Illa gekk að slökkva eldinn en húsið var timburhús.

Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli eru eldsupptök ókunn.

Málið er í rannsókn en sökum þess að mikill eldsmatur var í húsinu myndaðist þar mikið bál, að sögn sjónarvotta. 

Allt lið brunavarna Rangárþings barðist við eldinn og segir lögreglan að um 20 manns á fimm til sex slökkvibílum hafi verið kallaðir til á vettvang.

Mildi þykir að hesthús sem stendur við hlið hússins skyldi hafa sloppið við eldinn.

Hesthúsið var fullt af hrossum og er því þakkað að vindáttin hafi snúist þegar slökkvistarf var hafið.

Hrossin, á milli 15 til 20 talsins, voru flutt á brott með hestakerrum til nærliggjandi bæja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka