Dregið úr loftrýmisgæslu

Geir H. Haarde ræðir við franska hermenn, sem voru hér …
Geir H. Haarde ræðir við franska hermenn, sem voru hér við loftrýmisgæslu. mbl.is/Árni Sæberg

Varnarmálastofnun sparar rúmlega 100 milljónir króna á næsta ári með því að fækka þeim skiptum sem ákveðið hafði verið að loftrýmisgæsla færi fram, það er úr fjórum í þrjú. Sparnaðurinn felst ekki bara í því að fella niður eina æfingu, heldur einnig vegna þess að kostnaðarhlutföllin breytast, að sögn Urðar Gunnarsdóttur, fjölmiðlafulltrúa utanríkisráðuneytisins.

„Viðkomandi þjóðir greiða meira en gert var ráð fyrir í upphafi,“ segir Urður sem bætir því við að ratsjáreftirlitið verði óbreytt.

Stefnt er að því að dregið verði úr kostnaði um 257 milljónir króna á næsta ári í varnarmálum. Að sögn Urðar er til viðbótar því stefnt að mikilli hagræðingu í rekstri innanhúss.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert