Hansa, eignarhaldsfélag enska knattspyrnufélagsins West Ham, hefur óskað eftir greiðslustöðvun. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfs Guðmundssonar, aðaleiganda Hansa, segir í samtali við Fréttablaðið að óskað hafi verið eftir greiðslustöðvun, til að tryggja hagsmuni allra lánardrottna.
Ásgeir segir í samtali við Fréttablaðið að sum lán félagsins hafi verið fallin á gjalddaga. Hann segir ennfremur að yfirgnæfandi líkur séu á að eignir Hansa dugi fyrir kröfum.