ESB „ýtti við“ Guðna

Guðni Ágústsson á Alþingi
Guðni Ágústsson á Alþingi mbl.is/Ómar

Mi­stjórn­ar­fund­ur  Fram­sókn­ar­flokks­ins síðastliðinn laug­ar­dag var mik­ill hita­fund­ur þar sem tek­ist var á um um fortíð, nútíð og framtíð í flokks­starf­inu. Heim­ild­ar­menn Morg­un­blaðsins, sem sátu fund­inn, segja umræðu um Evr­ópu­sam­bandsaðild hafa verið mikið hita­mál.

Einnig var fylg­is­hrun und­an­far­inna ára til umræðu þar, for­yst­an, bæði í fortíð og nútíð, var sökuð um sof­anda­hátt og ónægt þor þegar kæmi að grund­vall­ar­mál­um, eins og varðstöðu um vel­ferð og sam­vinnu. Umræðan fór frá því að vera yf­ir­veguð og hófstillt, í að vera„grjót­hörð“ og„tæt­ings­leg“ eins og heim­ild­armaður komst að orði.

Sú ákvörðun Guðna Ágústs­son­ar að segja af sér þing­mennsku og hætta sem formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem til­kynnt var um í gær, kann að hafa byggst á end­ur­mati hans á stöðu sinni að lokn­um þess­um „harða“ miðstjórn­ar­fundi.

Ein harðasta gagn­rýni sem fram kom á for­ystu Fram­sókn­ar­flokks­ins á fund­in­um var frá grasrót flokks­ins í ungliðahreyf­ing­unni. Bryn­dís Gunn­laugs­dótt­ir, formaður SUF, sagði flokk­inn í raun „for­ystu­laus­an“ og það væri mikið áhyggju­efni hversu illa gengi að byggja upp fylgi. Eggert Sól­berg Jóns­son, vara­formaður SUF, hélt einnig uppi hvassri gagn­rýni á for­yst­una fyr­ir að halda ekki nógu vel á spöðunum í mik­il­væg­um mál­um, meðal ann­ars Evr­ópu­mál­um. Ráðherr­ar flokks­ins í rík­is­stjórn Sjálf­stæðis- og Fram­sókn­ar­flokks, frá 1995 til 2007, voru einnig gagn­rýnd­ir af fund­ar­mönn­um fyr­ir sinn þátt í at­b­urðum sem leiddu til hruns ís­lensku bank­anna þriggja.

Þá var skip­un í bankaráð nýju bank­anna einnig gagn­rýnd og það sagt fyr­ir „neðan virðingu“ Fram­sókn­ar­flokks­ins að skipa í þau póli­tískt. For­yst­an fékk þar öll að finna fyr­ir því, Val­gerður Sverr­is­dótt­ir vara­formaður og Sæ­unn Stef­áns­dótt­ir rit­ari ekk­ert síður en Guðni.

Þrátt fyr­ir harðar og hvass­ar rök­ræður um póli­tísk mál­efni má ljóst vera að niðurstaða fund­ar­ins er varðar Evr­ópu­mál­in er lík­leg til þess að hafa „ýtt við“ Guðna eins og heim­ild­armaður Morg­un­blaðsins komst að orði. Fund­ur­inn samþykkti til­lögu Si­vj­ar Friðleifs­dótt­ur um leggja fram til­lögu á landsþingi í janú­ar nk. um að ganga til aðild­ar­viðræðna við Evr­ópu­sam­bandið. Sú niðurstaða var af­drátt­ar­laus­ari en Guðni hafði lagt til. Hann vildi ekki ganga eins langt og meiri­hluti flokks­manna og varð þannig und­ir.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert