Fíkniefnamálum fjölgar í Eyjum

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar. mbl.is/Brynjar Gauti

Það sem af er þessu ári hafa alls komið upp 38 fíkniefnamál í Vestmannaeyjum en á sama tíma í fyrra höfðu 22 fíkniefnamál komið til kasta lögreglunnar.

 
Eitt fíkniefnamál kom upp í síðustu viku þegar tveir karlmenn voru handteknir vegna gruns um að þeir væru með fíkniefni meðferðis.  Við leit fundust kannabisefni og viðurkenndi annar mannanna að eiga efnin. Sá var einnig grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Lögreglan segir að þetta sé í annað skiptið í haust,  sem þessi maður sé  grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert