Í nógu að snúast í Grundarfjarðarhöfn

Netagerðarmenn að störfum í Grundarfirði í dag.
Netagerðarmenn að störfum í Grundarfirði í dag. mbl.is/Gunnar

Það hef­ur verið í nógu að snú­ast hjá hafn­ar­verðinum í Grund­ar­fjarðar­höfn sl. sól­ar­hring. Vil­helm Þor­steins­son EA kom inn með rifna síld­arnót í gær­kvöldi og kastaði á land til viðgerðar. Þá var tog­bát­ur­inn Berg­lín dreg­inn að landi í gær­kvöldi með trollið í skrúf­unni og kafar­ar unnu við að skera það úr langt fram á nótt.

Nú síðdeg­is kom Júpiter ÞH úr síld­veiðinni inn við Stykk­is­hólm og hafði fengið hluta af bláskelja­eldi þeirra Hólm­ara í hliðar­skrúf­una, að sögn Haf­steins Garðars­son­ar, hafn­ar­varðar.

Fram á haus Stóru–Bryggju, eða Norðurg­arðs eins og form­legt nafn hafn­argarðsins er, voru neta­gerðar­menn frá Neta­verk­stæði Guðmund­ar Run­ólfs­son­ar ásamt sér­stök­um aðstoðarmönn­um úr Ólafs­vík í óðaönn við að stoppa í 200 faðma rifu á nót Vil­helms. Höfðu þeir að orði að síld­veiðarn­ar inni við Stykk­is­hólm væru meira at­vinnu­skap­andi en þær sem voru á Grund­arf­irði sl. haust því nú fengju þeir vinnu við að bæta þegar rifnaði en það hefði ekki ekki gerst þá.

Kafari býr sig undir að kafa í Grundarfjarðarhöfn í dag.
Kafari býr sig und­ir að kafa í Grund­ar­fjarðar­höfn í dag. mbl.is/​Gunn­ar
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka