Ísland á dagskrá IMF í fyrramálið

„Það er al­veg ljóst að sam­kvæmt samn­ingn­um um Evr­ópska efna­hags­svæðið, (EES) er Íslend­ing­um óheim­ilt að mis­muna inni­stæðueig­end­um. Það er líka ljóst að stjórn­völd­um ber að ábyrgj­ast inn­stæður ef trygg­inga­sjóður inn­lána dug­ir ekki fyr­ir inni­stæðum,“ seg­ir Percy Wester­lund, sendi­herra og yf­ir­maður fasta­nefnd­ar Evr­ópu­sam­bands­ins gagn­vart Íslandi.

Hann fjall­ar um sam­komu­lag um lausn Ices­a­ve-deil­unn­ar í nýj­um pistli. Wester­lund seg­ir að svo virðist sem Íslend­ing­ar hafi nú, eft­ir nokk­urra vikna óvissu, geng­ist við ábyrgðum á Ices­a­ve-reikn­ing­um í sam­ræmi við ákvæði EES-samn­ings­ins. Sam­komu­lag hafi tek­ist um hvernig viðræðum, und­ir for­ystu Frakka, verði háttað en Íslend­ing­ar verði að ná sam­komu­lagi við hverja þjóð fyr­ir sig.

„Hins veg­ar seg­ir í sam­komu­lag­inu að tekið skuli til­lit til hinna erfiðu og for­dæm­is­lausu aðstæðna sem Ísland er í og knýj­andi nauðsynj­ar þess að ákveða ráðstaf­an­ir sem gera Íslandi kleift að end­ur­reisa fjár­mála- og
efna­hags­kerfi sitt,“ seg­ir Wester­lund.

IMF af­greiðir um­sókn Íslands á morg­un

Sam­komu­lagið við ESB liðkar fyr­ir því að Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn, (IMF) af­greiði láns­um­sókn Íslend­inga seg­ir Wester­lund.

Sam­kvæmt dag­skrá stjórn­ar IMF, verður láns­um­sókn Íslend­inga tek­in fyr­ir á fundi í fyrra­málið.

Það ætti að koma hlut­un­um á hreyf­ingu á Íslandi seg­ir Wester­lund. Hann seg­ir all­ar lík­ur benda til að nor­rænu þjóðirn­ar fylgi í kjöl­farið og láni Íslend­ing­um fé, sama megi segja um aðild­ar­ríki ESB og fram­kvæmda­stjórn ESB.

Afstaðan til ESB

Percy Wester­lund skrif­ar um stjórn­mála­ástandið á Íslandi, funda­höld Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæðis­flokks og ákv­arðanir þeirra sem lúta að af­stöðu til ESB

„Sér­fræðing­ar telja marg­ir að breyt­inga sé að vænta á nei­kvæðri af­stöðu beggja flokka til ESB-aðild­ar og það er jafn­vel talið lík­legt að um­sókn um ESB-aðild ber­ist frá Íslandi á vor­dög­um. Gangi það eft­ir hljóta að vakna spurn­ing­ar um sam­skipti Nor­egs við ESB,“ skrif­ar Percy Wester­lund, sendi­herra og yf­ir­maður fasta­nefnd­ar Evr­ópu­sam­bands­ins gagn­vart Íslandi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka