Íslendingar urðu óvirkir

mbl.is/Ómar

Engu er líkara en dregið hafi úr virkni íslenskra þjóðfélagsþegna í kjölfar bankahrunsins í október, að mati Lúðvíks Ólafssonar, yfirlæknis heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Það merkir hann m.a. á því að dregið hafi úr komum á heilsugæslustöðvar höfuðborgarsvæðisins fyrstu vikurnar eftir hrunið.

Nú segist Lúðvík þó hafa þá tilfinningu að komum á stöðvarnar sé farið að fjölga á ný. Nóvember er sá mánuður sem yfirleitt er mest að gera hjá heimilislæknum en nú bregður svo við að alls staðar virðist vera rólegra. „Síðast þegar ég safnaði upplýsingum hafði dregið úr komum á heilsugæslustöðvar og líka á síðdegisvaktirnar. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef frá Landspítalanum og bráðamóttöku fækkaði verulega komum þangað líka til að byrja með og virðast fyrstu viðbrögðin hafa verið að máttinn hafi hreinlega dregið úr fólki; að gera eitthvað yfir höfuð. Það virðist einfaldlega hafa dregið úr virkni fólks, virknin hefur minnkað á öllum stöðum,“ segir Lúðvík.

Hann segir að núna hafi hann heyrt að aðeins sé farið að bera á að fólk leiti til heilsugæslunnar vegna áfallsins. „Ég held að viðbrögðin verði síðbúin og ekki þurfi að búast við þeim fyrr en upp úr áramótum af fullum þunga,“ segir Lúðvík.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert