Rætt um Moskvu og Genf

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og Jørgen Niclasen, utanríkisráðherra Færeyja á …
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og Jørgen Niclasen, utanríkisráðherra Færeyja á blaðamannafundinum í dag. mbl.is/Kristinn

Fær­ey­ing­um stend­ur til boða að nota sendi­ráð Íslands í Moskvu og Genf, sam­kvæmt frétt fær­eyska út­varps­ins í dag. Þetta mun vera meðal niðurstaðna af fundi þeirra Ingi­bjarg­ar Sól­rún­ar Gísla­dótt­ur ut­an­rík­is­ráðherra og Jør­gen Nicla­sen, ut­an­rík­is­ráðherra Fær­eyja, í dag.

Fær­ey­ing­um mun standa til boða skrif­stofuaðstaða í sendi­ráðinu í Genf og að þeir geti nýtt sér þjón­ustu ís­lenska sendi­ráðsins í Moskvu. Í net­frétt Sosial­ur­in er haft eft­ir fær­eyska ut­an­rík­is­ráðherr­an­um að þessi fyr­ir­greiðsla geti haft mikla þýðingu fyr­ir fær­eyska ut­an­rík­isþjón­ustu í framtíðinni þegar leitað verður inn­göngu í Fríversl­un­ar­sam­tök Evr­ópu (EFTA) og Alþjóðaviðskipta­stofn­un­ina (WTO). Sá mögu­leiki að njóta aðstoðar sendi­ráðs Íslands í Moskvu geti komið sér vel þar til Fær­ey­ing­ar komi sjálf­ir á fót sendiskrif­stofu í Rússlandi. Þetta til­boð Íslend­inga sé staðfest­ing á góðri sam­vinnu bræðraþjóðanna Íslands og Fær­eyja.

Jør­gen Nicla­sen, ut­an­rík­is­ráðherra Fær­eyja, átti síðdeg­is fundi með Geir H. Haar­de for­sæt­is­ráðherra og Árna M. Mat­hiesen fjár­málaráðherra, að sögn net­frétt­ar Sósials­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert