Höfðu aldrei lent í viðlíka ókyrrð á þessari flugleið

Cessna Caravan flugvél
Cessna Caravan flugvél

Áætl­un­ar­flug­vél Flug­fé­lags­ins Ern­ir á leið til Hafn­ar í Hornafirði nú síðdeg­is lenti í mik­illi ókyrrð sunn­an jökla. Hörður Guðmunds­son fram­kvæmda­stjóri sagði að ókyrrðin hafi staðið óvenju lengi eða í 5-7 mín­út­ur. Átta manns voru um borð í flug­vél­inni sem er af gerðinni Cessna 406 Cara­v­an II.

Hörður sagði að eng­ar viðvar­an­ir í lofti hafi verið gefn­ar út fyr­ir þetta svæði fyrr en eft­ir að flug­vél­in lenti í ókyrrðinni. Hann hafði eft­ir flug­stjór­an­um að mik­il ókyrrð hafi verið sunn­an jökla. Flug­menn­irn­ir, sem báðir eru langreynd­ir, sögðu Herði að þeir hefðu aldrei lent í viðlíka ókyrrð á þess­ari flug­leið. All­ir sem voru um borð hafi verið mjög ró­leg­ir. Einn farþeg­anna var gam­all maður sem var að koma heim af sjúkra­húsi. Hann var til ör­ygg­is send­ur aft­ur til Reykja­vík­ur til eft­ir­lits með sjúkra­flug­vél.

Í baka­leiðinni var flaug áætl­un­ar­flug­vél­in yfir Vatna­jök­ul, norðan Hvanna­dals­hnjúks. Þar var stíf­ur mótvind­ur en ekki ókyrrð. Cessna 406 Cara­v­an II er hraðfleyg skrúfuþota og tek­ur allt að 9 farþega.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert