Ákveðið hefur verið að færeyska ferjan Norræna hætti að koma við í Björgvin í Noregi og á Skotlandi í hringferðum sínum. Þess í stað mun ferjan sigla milli Færeyja, Íslands og Danmerkur. Færeyska lögþingið samþykkti nýlega að leggja Smyril Line, sem gerir skipið út, til jafnvirði 670 milljóna íslenskra króna til að koma í veg fyrir gjaldþrot félagsins.
Fram kemur á heimasíðu Smyril Line, að siglingar Norrænu til Íslands hefjist aftur þann 4. apríl á næsta ári frá Esbjerg
í Danmörku. Tvær ferðir verði í viku til
Færeyja frá Danmörku yfir sumarið en ein til Íslands eins og verið
hefur í stað þess að sigla til Íslands á
laugardegi frá Danmörku er nú siglt þangað á þriðjudegi frá Danmörku og
komið til Seyðisfjarðar á fimmtudegi.