Yfirlýsing um framkvæmdina undirrituð

Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra kynnti nýja heilsustefnu sína í dag.
Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra kynnti nýja heilsustefnu sína í dag. Heilbrigðisráðuneytið

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, heil­brigðisráðherra, kynnti í dag nýja heilsu­stefnu. Hann sagði við það til­efni að að hún væri liður í því að geta veitt heil­brigðisþjón­ustu á heims­mæli­kv­arða. Snar þátt­ur í því væri að leggja stór­aukna áherslu á for­varn­ir á öll­um sviðum og stuðla að heil­brigðari lífs­hátt­um ein­stak­ling­anna.

Heil­brigðisráðherra sagði það brýnt að skapa þjóðfé­lag þar sem fólk ætti þess auðveld­lega kost að taka heilsu­sam­leg­ar ákv­arðanir, einkum með geðrækt, nær­ingu og hreyf­ingu í huga.

„Það var niðurstaða okk­ar að þrátt fyr­ir hina þröngu fjár­hags­stöðu sem við stönd­um frammi fyr­ir væri ástæðulaust að bíða með að kynna þá hug­mynda­fræði og aðgerðir sem eru niðurstaða þeirr­ar vinnu sem unn­in hef­ur verið. Við höf­um nefni­lega á miklu að byggja, við eig­um traust­ar stofn­an­ir og sterk fé­laga­sam­tök og við get­um gert mjög margt með sam­taka­mætti,“ sagði Guðlaug­ur. „Ég tel að á þess­um tíma­punkti sé ekki síður mik­il­vægt að auka vægi aðgerða sem stuðla að bættri lýðheilsu og vellíðan. Mjög margt hef­ur gerst í sam­fé­lag­inu sem mun hafa afar slæm áhrif á líðan fólks ef ekk­ert er að gert.“

 

Sam­fara kynn­ing­unni sem var á heilsu­stefn­unni í dag skuld­bundu fjöl­marg­ir aðilar sig, með und­ir­rit­un sér­stakr­ar yf­ir­lýs­ing­ar, að taka virk­an þátt í að hrinda stefn­unni í fram­kvæmd. Yf­ir­lýs­ing­in er svo hljóðandi: Mark­mið heilsu­stefn­unn­ar er að skapa sam­fé­lags­leg­ar for­send­ur sem stuðla að bættri heilsu allra lands­manna. Öflugt sam­fé­lag bygg­ir á góðu heilsu­fari og góðri líðan lands­manna. Því er afar brýnt að um heilsu­stefn­una sé breið samstaða og hún höfði til sem flestra, ein­stak­linga og hópa og hvetji þá til virkni. Þannig mun heilsu­stefn­an hafa áhrif til efl­ing­ar sam­fé­lags­ins í heild. Við und­ir­rituð styðjum Heilsu­stefn­una, þá aðgerðaráætl­un sem lögð er fram til kynn­ing­ar, og vilj­um leggja okk­ar af mörk­um til að stuðla að heil­brigðari lífs­hátt­um lands­manna.

 

Fé­lags­sam­tök, sveit­ar­fé­lög, áhuga­hóp­ar og fleiri rituðu und­ir yf­ir­lýs­ing­una á fund­in­um í dag. Það hef­ur enda verið lögð á það rík áhersla við und­ir­bún­ing og út­færslu heilsu­stefn­unn­ar, að stefna sam­an fjöl­mörg­um aðilum til að ná breiðri sam­stöðu um mark­mið og leiðir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert