Þingið greiðir atkvæði um IMF-samninginn

mbl.is/Kristinn

Ekki verður gengið frá láni frá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum (IMF) nema þingið samþykki áður þings­álykt­un­ar­til­lögu þar sem rík­is­stjórn­inni er falið að leiða til lykta áform um fjár­hags­lega fyr­ir­greiðslu hjá sjóðnum á grund­velli vilja­yf­ir­lýs­ing­ar ís­lenskra stjórn­valda. Miðað er við að heild­ar­lánið frá sjóðnum verði rúm­lega tveir millj­arðar doll­ara en þrír millj­arðar komi ann­ars staðar frá. Heild­ar­lánið verður því um fimm millj­arðar doll­ara en áður hafði verið rætt um að það yrði um sex.

Leiðtog­ar stjórn­ar­and­stöðunn­ar gagn­rýndu rík­is­stjórn­ina fyr­ir að hafa gengið frá lán­inu og samn­ing­um um Ices­a­ve-reik­ing­ana án sam­ráðs við þingið. Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, formaður VG, sagði að rík­is­stjórn­in hefði gef­ist upp í mál­inu og rifjaði upp yf­ir­lýs­ing­ar sem ráðherr­ar hefðu gefið um deilu Íslands og Breta um Ices­a­ve-reikn­ing­ana. Hann sagðist ekki leng­ur eiga í neinu sam­starfi við rík­is­stjórn­ina um þessi mál.

Siv Friðleifs­dótt­ir, formaður þing­flokks fram­sókn­ar­manna, vildi fá skýr svör um hvort búið væri að skrifa und­ir sam­komu­lag um þetta mál og ef svo væri hver hefði gert það og hvenær það hefði verið gert.

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra sagði að niðurstaða í samn­ing­um um ábyrgð Íslands á inn­stæðum á Ices­a­ve-reikn­ing­um Lands­bank­ans hefði ekki legið fyr­ir fyrr en á laug­ar­dags­kvöld. Hún sagðist ekki vita hvort ein­hver hefði skrifað und­ir en hún væri búin að segja við sendi­herra Íslands í Brus­sel, að Íslend­ing­ar féllust á að þau viðmið, sem samið var um, lægju til grund­vall­ar í frek­ari viðræðum um ábyrgðirn­ar.

Stein­grím­ur spurði Geir H. Haar­de for­sæt­is­ráðherra hvort rétt væri að þess­ir samn­ing­ar all­ir fælu í sér að rík­is­sjóður Íslands væri að taka á sig 1.450 millj­arða brúttóskuld­ir. Geir sagði fram­setn­ingu Stein­gríms und­ar­lega. Ekki væri hægt að leggja sam­an lánið sem fyr­ir­hugað væri að taka hjá IFM við skuld­bind­ing­ar sem ætti að borga vegna Ices­a­ve.

Geir sagði varðandi gagn­rýni á sam­ráð við Alþingi, að það vinnu­lag hefði lengi verið viðhaft að stjórn­völd gengju frá samn­ing­um sem síðan yrðu lagðir fyr­ir Alþingi til samþykkt­ar eða synj­un­ar. Þingið fengi tæki­færi til að segja sitt álit á mál­inu með því að greiða at­kvæði um til­lög­una. Ef til­lög­unni yrði hafnað væri málið þar með úr sög­unni.

Fram kom í máli ut­an­rík­is­ráðherra að mikl­ir erfiðleik­ar hefðu verið við að leysa deil­una við Breta fyr­ir dóm­stól­um. Ekki hefði náðst sam­komu­lag um hvaða dóm­stóll ætti að taka málið fyr­ir.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka