Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, og Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, hafa sent frá sér hvatningu til útvegsmanna. Þar undirstrika þeir mikilvægi þess að útvegsmenn haldi áfram að flytja gjaldeyri fyrir sölu afurða heim eins fljótt og unnt er.
„Eitt mikilvægasta verkefnið við endurreisn íslensks efnahagslífs er að efla traust á íslensku krónunni, styrkja og styðja við gengi hennar og koma gjaldeyrismarkaði sem fyrst í eðlilegt horf,“ segir í yfirlýsingu þeirra Adolfs og Friðriks.