Vegagerðin varar við óveðri við Kvísker í Öræfum og á Mýrdalssandi. Einnig varar hún við flughálku á Öxi á Austfjörðum og á Hrafnseyrarheiði á Vestfjörðum.
Greiðfært er um Suður- og Suðausturland og greiðfært er á Vesturlandi. Á Vestfjörðum er flughált á Hrafnseyrarheiði, hálka á Dynjandisheiði og á Eyrarfjalli. Hálkublettir eru á Steingrímsfjarðarheiði.
Á Norðvesturlandi eru hálkublettir í Skagafirði og á Norðausturlandi eru hálkublettir. Þó er hálka á Mývatnsheiði og úti við ströndina.
Á Austurlandi er hálka á Fagradal, Oddskarði og Vatnsskarði eystra, hálkublettir eru á öðrum fjallvegum. Flughálka er á Öxi.