Frystitogarinn Höfrungur III AK kom til hafnar í Reykjavík í morgun eftir um fjögurra vikna veiðiferð. Að sögn Þórðar Magnússonar skipstjóra voru aflabrögð með ágætum eða tæplega 700 tonn upp úr sjó. Aflaverðmætið er áætlað um 223 milljónir króna og þetta er því einn af stærri túrum ársins hvað aflaverðmætið varðar.
Í frétt á heimasíðu HB Granda kemur fram að aflinn hafi aðallega verið karfi, grálúða, gulllax og þorskur. Grálúðuaflinn var 90 tonn sem Þórður skipstjóri tali vera ágætan árangur í ljósi þess hve grálúðuafli hefur minnkað mikið. Þórður sagði einnig að karfaaflinn hafi verið mun betri en nokkur undanfarin ár.
Frétt HB Granda um túrinn hjá Höfrungi III