Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur lagt fram ákæru á hendur karlmanni fyrir hegningarlagabrot í opinberu starfi á árunum 2005-2007. Þetta var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands Eystra í morgun. Sá ákærði fékk frest til að taka afstöðu til ákæruefnisins.
Ákæran er í 12 liðum og varðar fjárdrátt og umboðssvik, sem nema um 20 milljónum kr. Brotin varða við 247. og 249. gr. almennra hegningarlaga. Brotin geta varðað allt að sex ára fangelsi.
Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar. Þá er farið fram á að hann greiði tæpar 27 milljónir auk vaxta í skaðabætur.