Ákvörðun um sameiningu tekin fljótt

Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður.
Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður. mbl.is/Ómar

Ágúst Ólaf­ur Ágústs­son, vara­formaður Sam­fylk­ing­ar, seg­ir pó­lí­tísk­an vilja til að skoða hug­mynd­ir um að sam­eina Seðlabanka og Fjár­mála­eft­ir­lit á ný. Hann á von á því að ákvörðun um málið verði tek­in hratt.

Ágúst bend­ir á að hug­mynd­in hafi komið upp í ræðu Davíðs Odds­son­ar seðlabanka­stjóra á morg­un­verðar­fundi Viðskiptaráðs í gær og eft­ir yf­ir­lýs­ing­ar Geirs H. Haar­de for­sæt­is­ráðherra og Lúðvíks Berg­vins­son­ar, for­manns þing­flokks Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, virðist ljóst að pó­lí­tísk­ur vilji sé fyr­ir sam­ein­ing­unni. „Það er í öllu falli vilji til að skoða þetta til að styrkja hér eft­ir­litsþátt­inn," seg­ir Ágúst. „At­b­urðir und­an­far­inna vikna sýna að það þarf að styrkja eft­ir­lit með fjár­mála­stofn­un­um."

Í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag lagði Lúðvík á það áherslu að af sam­ein­ing­unni yrði áður en krón­unni yrði hleypt á flot, en til stend­ur að það verði fyr­ir ára­mót. „Allt í þessu ferli þarf að ger­ast hratt," seg­ir Ágúst. „Auðvitað hef­ur maður áhyggj­ur af því hvað ger­ist þegar krón­unni verður hleypt á flot og hugs­an­lega get­ur verið skyn­sam­legt að ljúka svona aðgerðum áður en það ger­ist."

Lúðvík verður einnig tíðrætt um skort á trausti á for­ystu Seðlabank­ans. En sjá menn þá í þess­ari sam­ein­ingu tæki­færi til að end­ur­nýja yf­ir­stjórn­ina þar? „Það hef­ur ekki bein­lín­is verið rætt á þeim nót­um," seg­ir Ágúst. „En auðvitað er vitað mál að nú­ver­andi banka­stjóri nýt­ur ekki trausts." Hins veg­ar sé mark­mið sam­ein­ing­ar stofn­an­anna fyrst og fremst að styrkja stjórn­kerfið og eft­ir­litsþátt­inn. „Þetta er ekki gert í nein­um ann­ar­leg­um til­gangi."

Laga­breyt­ingu þarf til að sam­eina Seðlabank­ann og Fjár­mála­eft­ir­litið en Ágúst seg­ir að slík laga­smíð og –samþykkt ætti að geta gengið greitt fyr­ir sig. Hins veg­ar sé ekki búið að taka ákvörðun þar um. „En ég á von á því að menn taki þessa ákvörðun hratt og fljótt."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert