Fólki sem er komið yfir fimmtugt er síður sagt upp í kreppu. Missi það hinsvegar vinnuna er mikil hætta að það verði atvinnulaust í langan tíma. Langtímaatvinnuleysi er meira vandamál meðal kvenna en karla.
Karl Sigurðsson forstöðumaður vinnumálasviðs Vinnumálastofnunar segir að djúp efnahagskreppa eins núna geti jafnvel valdið því að fólk á þessum aldri fái aldrei vinnu aftur. Hann segir að það hafi orðið hlutskipti margra sem voru komnir um sextugt þegar kreppti að á árunum 2003 og 2004 og í djúpri efnahagskreppu eins og núna sé ákveðin hætta á að þetta færist neðar í aldri.
Karl ráðleggur fólki sem horfir fram á atvinnuleysi að gefast ekki upp heldur sækja sér aukna menntun og ráðgjöf. Hann segir að það komi í ljós á næstu mánuðum hvort og þá til hvaða sérstöku ráðstafanna þurfi að grípa til að koma til móts við þennan hóp.