Gamalt íbúðarhús á Skúmsstöðum í Vestur-Landeyjum brann til kaldra kola í morgun. Tilkynnt var um eldsvoðann til lögreglunnar á Hvolsvelli kl. 10.13. Slökkvilið og lögregla komu á vettvang um 15 mínútum síðar. Slökkvistarfi er að ljúka.
Húsið var um 100 ára gamalt og notað sem geymsla af eigendum jarðarinnar. Líklegt er talið að kviknað hafi í út frá rafmagni. Húsið er gjörónýtt.