Færði Herdísi treyju Kristjáns

Þorgerðir Katrín afhendir Herdísi notaða treyju af uppáhaldsdrengnum hennar, Kristjáni …
Þorgerðir Katrín afhendir Herdísi notaða treyju af uppáhaldsdrengnum hennar, Kristjáni Arasyni. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Fjöl­menni fagnaði með Her­dísi Al­berts­dótt­ur á Ísaf­irði í dag þegar hún hélt upp á 100 ára af­mæli sitt. Her­dísi, eða Dísu Al­berts eins og hún er þekkt í dag­legu tali, voru færðar marg­ar góðar gjaf­ir. Meðal ann­ars af­henti Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, mennta­málaráðherra, Her­dísi keppn­istreyju Kristjáns Ara­son­ar, eig­in­manns síns.

Hall­dór Hall­dórs­son, bæj­ar­stjóri á Ísaf­irði, færði Her­dísi blóm­vönd fyr­ir hönd sveit­ar­fé­lags­ins og sagði Her­dís það vera fyrstu gjöf­ina á allri henn­ar tíð sem hún þægi frá bæn­um. Þá voru henni af­hent gull­merki frá HSV og Íþrótta­fé­lag­inu Herði á Ísaf­irði.

Eins og flest­ir sem þekkja til Dísu vita, er ákafari stuðnings­mann ís­lenska landsliðsins í hand­bolta varla hægt að finna, og fékk hún því inn­rammaða áritaða treyju í af­mæl­is­gjöf frá landsliðinu.

Þá færði Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, mennta­málaráðherra henni treyju frá eig­in­manni sín­um, stór­skytt­unni Kristjáni Ara­syni, sem hann hef­ur keppt í. Gat þó mennta­málaráðherra ekki ábyrgst að af henni væri eng­in lykt þar sem vel hef­ur verið tekið á í henni. Af­mæl­is­barnið var þó engu að síður mjög lukku­legt með gjöf­ina þar sem Kristján var henn­ar upp­á­halds leikmaður í landsliðinu.

Her­dís hef­ur alla tíð búið í húsi sínu við Sund­stræti eða þar til í sum­ar er hún fór á öldrun­ar­deild Fjórðungs­sjúkra­húss­ins á Ísaf­irði. Af­mæl­is­barnið er stál­hraust og ber sig vel að sögn dótt­ur­dótt­ur sinn­ar, Kristjönu Sig­urðardótt­ur. Þess má geta að í af­mæl­inu var mætt vin­kona henn­ar af Bökk­un­um, Torf­hild­ur Torfa­dótt­ir, sem er elsti núlif­andi Vest­f­irðing­ur­inn, 104 ára. En þær stöll­ur eru nú elstu Ísfirðing­arn­ir.

Vinkonurnar Torfhildur Torfadóttir og Herdís Albertsdóttir. Samanlagður aldur þeirra er …
Vin­kon­urn­ar Torf­hild­ur Torfa­dótt­ir og Her­dís Al­berts­dótt­ir. Sam­an­lagður ald­ur þeirra er 204 ára.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert