Mun dýrara en í nágrannasveitarfélögum

Börn í Flataskóla.
Börn í Flataskóla. Kristinn Ingvarsson

For­eldr­ar grunn­skóla­barna í Garðabæ hafa kært sveit­ar­fé­lagið til mennta­málaráðuneyt­is­ins vegna þeirr­ar ákvörðunar að taka ekki þátt í greiðslu skóla­máltíða í grunn­skól­um bæj­ar­ins í sam­ræmi við lög um grunn­skóla (91/​2008). Hver máltíð kost­ar á grunn­skóla­barn í Garðabæ 428 kr. en t.d. 235 kr. í Kópa­vogi og 200 kr. í Hafnar­f­irði.

Í kær­unni kem­ur m.a. fram að í gjald­skrá bæj­ar­ins vegna skóla­máltíða í grunn­skól­um Garðabæj­ar sé miðað við fullt verð fyr­ir máltíðina en ekki hrá­efn­is­kostnað, líkt og tíðkast í öðrum sveit­ar­fé­lög­um og gert er ráð fyr­ir í at­huga­semd­um með 23. grein lag­anna.

For­eldr­ar sem und­ir­rita kær­una sendu bæj­ar­stjórn­inni bréf 1. sept­em­ber síðastliðinn þar sem bent var á að sveit­ar­fé­lagið færi ekki eft­ir nýj­um grunn­skóla­lög­um vegna skóla­máltíða grunn­skóla­barna. Farið var fram á að Garðabær leiðrétti stefnu sína í þessu máli og setti upp gjald­skrá sem miðaðist við hrá­efn­is­kostnað. Bæj­ar­ráð Garðabæj­ar ályktaði um málið 9. sept­em­ber síðastliðinn í þá veru að gjald­taka sveit­ar­fé­lags­ins færi ekki gegn ákvæðum nýju grunn­skóla­lag­anna. Á sama fundi var lögð fram gjald­skrá vegna skóla­máltíða í grunn­skól­um bæj­ar­ins. Bæj­ar­ráð vísaði gjald­skránni til af­greiðslu bæj­ar­stjórn­ar sem samþykkti hana 18. sept­em­ber s.l. Hún miðast við fullt verð en ekki hrá­efn­is­kostnað.

Í kær­unni kem­ur einnig fram að gjald­skrá fyr­ir aðkeypta skóla­máltíð í Garðabæ er 428 kr. fyr­ir máltíðina. Þá er miðað við fasta mánaðarlega áskrift til nem­enda fyr­ir heit­ar há­deg­is­máltíðir. Það er fullt verð frá Skóla­mat ehf. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Skóla­mat ehf. sem birt­ar eru í kær­unni borga nem­end­ur í Kópa­vogi 235 kr. fyr­ir máltíðina og hafn­firsk grunn­skóla­börn borga 200 kr. fyr­ir máltíð sam­kvæmt vef Hafn­ar­fjarðarbæj­ar. Reiknað er með að verð fyr­ir hvert grunn­skóla­barn í Reykja­vík verði 270 til 300 kr. á máltíð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert