Grímsnes tekið í tog

Grímsnes GK.
Grímsnes GK. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Varðskip Landhelgisgæslunnar vinnur nú að því að taka nótabátinn Grímsnes GK-555 í tog þar sem drepist hefur á aðalvél bátsins. Sjókælir bátsins skaddaðist þegar hann strandaði á sandrifi 3,2 sjómílur norðaustur af Skarðsfjöruvita á Meðallandssandi.

Gripið var til þess ráðs að kæla aðalvél bátsins með ferskvatni, sem var um borð. Hafa vatnsbirgðir bátsins nú klárast og var því talið nauðsynlegt að varðskipið taki bátinn í tog. Verður Grímsnes GK-555 dreginn til hafnar í Vestmannaeyjum.

Grímsnes GK-555 er 33 metra, 178 brúttólesta dragnótabátur frá Grindavík með níu manns í áhöfn.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert