Handrit Seðlabanka ekki skilið eftir

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Golli

Handrit sem lesið var upp fyrir forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar af hálfu Seðlabankans, eftir fund bankans með bankamönnum og matsfyrirtækjum í London í febrúar sl., var ekki skilið eftir hjá ráðamönnum, að sögn Kristjáns Kristjánssonar, upplýsingafulltrúa forsætisráðuneytisins.

Kristján segir að a.m.k. þrír ráðherrar, þau Geir H. Haarde forsætisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og Árni Mathiesen fjármálaráðherra, hafi setið fundinn með seðlabankamönnum. Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði í gær að fulltrúar bankans hefðu í febrúar fundað í London með háttsettum mönnum í fjölmörgum þeirra stærstu banka, sem hvað mest viðskipti áttu við Ísland, sem og matsfyrirtækjum í borginni. Hafi þeim verið mjög brugðið vegna þeirra viðhorfa sem fram komu á fundunum.

Kristján segir að eftir fundinn með Seðlabanka hafi á vegum forsætisráðuneytisins verið boðað til viðræðna við bankastjóra viðskiptabankanna. Raunar hafi reglulega verið rætt við þá á þessum tíma. Í kjölfarið hafi einnig verið hafin vinna af hálfu Seðlabankans við gerð gjaldmiðlaskiptasamninga og fleiri jafnhliða aðgerðir sem hafi verið á valdi bankans að grípa til.

Seðlabankinn sá sér í gær ekki fært að láta Morgunblaðinu í té umrædda skýrslu sem kynnt var ráðherrunum í febrúar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert