Með brotthvarfi beggja þingmanna Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi af Alþingi með nokkurra daga millibili, hefur hlutur kvenna á þinginu aukist úr 33,3% í 36,5%
Fyrst hvarf Bjarni Harðarson af þingi og nú síðast Guðni Ágústsson. Tvær konur tóku við þingmennskunni, Helga Sigrún Harðardóttir af Bjarna og Eygló Harðardóttir af Guðna. Þrjár konur eru í næstu sætum á lista Framsóknarflokksins, og verða því varamenn Helgu Sigrúnar og Eyglóar. Þetta eru Elsa Ingjaldsdóttir, Árborg, Lilja Hrund Harðardóttir, Hornafirði, og Brynja Lind Sævarsdóttir, Reykjanesbæ. Við upphaf þessa kjörtímabils voru 20 konur á þingi og var hlutfallið þá 31,7%. Síðan hafa þrjár konur komið nýjar inn á þing. Áður hafði Herdís Þórðardóttir á Akranesi komið á þing við fráfall Einars Odds Kristjánssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sumarið 2007.