Hveiti hækkar

Verð á hveiti hef­ur hækkað um allt að 89% frá því í apríl, sam­kvæmt könn­un Neyt­enda­sam­tak­anna. Meðaltals­hækk­un er 17% til 20% en verð hef­ur þó lækkað í einni versl­un frá í vor. Hag­kaup hef­ur lækkað hveiti­verð um 13% frá því í apríl.

Mikið hef­ur verið fjallað um hækk­un á heims­markaðsverði á hveiti síðastliðið ár. Neyt­enda­sam­tök­in könnuðu verð á Korn­ax hveiti í 2 kílóa umbúðum í 7 versl­un­um í apríl sl. Þá var verðmun­ur milli versl­ana all­mik­ill enda ein­hver til­boð í gangi.

Neyt­enda­sam­tök­in ákváðu að kanna verðþróun á hveiti í þess­um versl­un­um nú sjö mánuðum síðar. Hveitið held­ur áfram að hækka og hækk­ar að meðaltali um 17-20% á milli kann­ana. Verðmun­ur er ekki jafn mik­ill á milli versl­ana og áður var og ein versl­un, Hag­kaup, hef­ur lækkað verð síðan í vor.

Lægsta verð á hveit­inu sam­kvæmt könn­un Neyt­enda­sam­tak­anna er í Bón­us en þar kost­ar tveggja kílóa poki 228 krón­ur. Hæsta verðið er hjá 11-11 en þar kost­ar pok­inn 398 krón­ur.

Verðhækk­un frá því í apríl er mest hjá Fjarðar­kaup­um, hveiti­pok­inn kostaði 129 krón­ur í apríl en kost­ar nú 244 krón­ur. Hækk­un­in er 89%.

Neyt­enda­sam­tök­in hvetja selj­end­ur til að halda aft­ur af verðhækk­un­um og minnka álagn­ingu þegar hægt er.

Heimasíða Neyt­enda­sam­tak­anna

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert