IMF samþykkir lán til Íslands

Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington.
Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington.

Fram­kvæmda­stjórn Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins (IMF)   samþykkti seint í kvöld beiðni Íslands um lán að and­virði 2,1 millj­arðs Banda­ríkja­dala og áætl­un um að koma á efna­hags­stöðug­leika hér á landi. Að auki fær Ísland viðbót­ar­lán, allt að þrem­ur millj­örðum Banda­ríkja­dala, frá Dan­mörku, Finn­landi, Nor­egi og Svíþjóð, Rússlandi og Póllandi. Að auki hafa Fær­ey­ing­ar boðið Íslend­ing­um lán sem nem­ur um 50 millj­ón­um Banda­ríkja­dala. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá rík­is­stjórn Íslands.

Í frétta­til­kynn­ing­unni seg­ir enn­frem­ur: „Áætl­un­in er til tveggja ára. Gert er ráð fyr­ir að fyrsti hluti láns sjóðsins, 827 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala, verði veitt­ur eft­ir nokkra daga og síðan í átta jöfn­um áföng­um, um 155 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala hvert sinn, á þriggja mánaða fresti. Lánið frá sjóðnum verður greitt til baka á ár­un­um 2012 til 2015.

Fjár­mun­irn­ir sem fást fyr­ir til­stilli Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins verða notaðir til að styrkja krón­una og verður hún sett á flot um leið og stuðning­ur við hana verður tal­inn nægi­leg­ur til þess. Þess er að vænta að gjald­eyrisviðskipti fær­ist þá fljót­lega í eðli­legt horf og milli­ríkjaviðskipti fari að ganga hnökra­laust fyr­ir sig.

Rík­is­stjórn Íslands fagn­ar niður­stöðu stjórn­ar sjóðsins.

Geir H. Haar­de for­sæt­is­ráðherra: „Þetta er áfangi sem við höf­um beðið eft­ir í nokk­urn tíma. Ég tel hann mik­il­vægt skref í átt til upp­bygg­ing­ar á öll­um sviðum efna­hags­lífs­ins, sem nú er haf­in af full­um krafti. Ég er afar þakk­lát­ur þeim þjóðum sem leggja okk­ur lið í sam­starfi við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn. Verk­efni okk­ar er að vinna bug á þeim vanda sem við okk­ur blas­ir og að Ísland öðlist aft­ur þann sess meðal þjóða sem hún hafði áður en fjár­málakrepp­an skall á," seg­ir Geir H. Haar­de.

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra: „Við met­um mik­ils ákvörðun Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðsins og það traust til Íslands sem í henni felst. Aðkoma IMF að end­ur­reisn ís­lensks efna­hags­lífs er afar mik­il­væg. Hún gef­ur okk­ur fast land und­ir fæt­ur og legg­ur um leið grunn að þeim trú­verðug­leika sem nauðsyn­leg­ur er til að end­ur­reisa ábyrgt ís­lenskt hag­kerfi."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert