Innheimti fjórðungi of mikið

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag verktaka til að endurgreiða húseiganda rúmar þrjár milljónir króna. Verktakinn innheimti að dómi matsmanna,  óeðlilega hátt endurgjald fyrir endurbætur sem hann vann á húseigninni. Að auki þarf verktakinn að greiða rúma milljón í málskostnað.

Húseigandinn samdi við verktakann um ýmsar endurbætur á fasteign sinni, auk viðbyggingar við húsið og byggingar bílskúrs. Samtals greiddi húseigandinn rúmar 12 milljónir króna en verktakinn fór fram á rúmar 15 milljónir. Þegar húseigandinn óskaði eftir sundurliðun á uppgefnum vinnustundum við verkið ásamt upplýsingum um hverjir hafi komið að verkinu, var ekki tilgreint hvað gert var eða hverjir hefðu unnið verkið. Því voru kvaddir til matsmenn til að leggja mat á ætlaða galla á verkinu og hvað væri eðlilegt og sanngjarnt endurgjald fyrir þá vinnu sem innt var af hendi.

Samkvæmt mati taldist eðlileg þóknun fyrir það verk sem unnið var, miðað við ógallað verk, 9.250.000 krónur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka