Íslendingar verða að endurheimta virðinguna

Vigdís Finnbogadóttir
Vigdís Finnbogadóttir Ómar Óskarsson

Spænska dagblaðið El País birtir í dag viðtal við Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. Viðtalið ber yfirskriftina „Ísland afbar hungrið með stolti. Þessi kreppa hefur hinsvegar valdið okkur niðurlægingu." Vigdís ræðir um stöðu íslensku þjóðarinnar gagnvart umheiminum og segir nauðsynlegt að þjóðin endurheimti virðingu sína.

„Þetta hafa verið hamfarir. Virkilegur harmleikur fyrir íslensku þjóðina sem hingað til hefur afborið hungur og fátækt án þess að missa stoltið. En nú, vegna þess að þjóðnýta þurfti bankana eftir óráðsíu í fjármálum, finnst okkur við standa niðurlægð frammi fyrir heimsbyggðinni," segir Vígdís.

„Vigdís talar mjúklega en án þess að leyna því að henni er misboðið. Hún sýnir stillingu en biðst velvirðingar á því sem hefur ekki síður valdið meðborgurum hennar en sparifjáreigendum Icesave í Hollandi og Bretlandi skaða," segir í viðtalinu.

Vigdís hafi séð afrakstur áralangrar vinnu sinnar við að viðhalda góðri ímynd Íslands erlendis hverfa á augabragði.

„Vissulega snýst þetta ekki bara um mitt framlag, en það verður undir eins að hefja endurbygginguna á ný. Það hafa fallið snjóflóð og fátækt ríkt þegar ekkert hefur veiðst en við erum brú í Atlantshafinu á milli gamla og nýja heimsins. Við munum halda áfram," segir Vigdís.

Sem dyggur stuðningsmaður við jafnrétti kynjanna segir Vigdís jafnframt að nauðsynlegt sé að konur jafnt sem karlar taki þátt í enduruppbyggingu samfélagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka