Krónunni verði leyft að falla

Seðlabankinn ætti að hætta að reyna að stýra gengi krónunnar, gefa það heldur frjálst og hætta með því að niðurgreiða erlendan gjaldeyri fyrir útlendinga.

Kemur þetta fram í grein eftir þrjá hagfræðinga, þá Daða Má Kristófersson, Jón Daníelsson og Ragnar Árnason. Segja þeir, að gengisskráningin verði að endurspegla framboð og eftirspurn. Reynslan sýni, að sé gjaldeyrisforði notaður til að styðja við gjaldmiðil hverfi þorri hans í vasa spákaupmanna og viðkomandi land sé verr statt en áður.

Segja þeir, að miklu ódýrari leið og skynsamlegri sé að leyfa krónunni að falla þar til jafnvægi hafi náðst á milli framboðs og eftirspurnar. Ástæða sé til að ætla, að það gengisfall yrði hvorki mikið né langvarandi. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka