Laun embættismannanna lækkuð?

mbl.is/Kristinn

Ekkert liggur fyrir um það hvort laun þeirra embættismanna sem ákvörðuð eru af Kjararáði verði endurskoðuð í ljósi breyttra efnahagsaðstæðna. Í lögum um Kjararáð segir að við ákvörðun launa skuli haft til hliðsjónar að laun séu í samræmi við laun fyrir sambærileg störf í þjóðfélaginu. Uppsagnir og tilkynningar um launalækkanir undanfarnar vikur vekja því óneitanlega þá spurningu hvort tími sé kominn á endurskoðun?

„Við gefum ekkert upp fyrirfram þegar ákvarðanir eru teknar, né tjáum við okkur um það hvers eðlis þær verða,“ segir Guðrún Zoëga, formaður Kjararáðs, er Morgunblaðið leitaði upplýsinga um það hvort laun embættismanna yrðu lækkuð.

Kjararáð fundar allt að því vikulega og var ákvörðun um almenna hækkun launa þeirra sem heyra undir ráðið síðast tekin 27. ágúst sl. Þá voru tekjur allra, utan skrifstofustjóra Stjórnarráðsins, hækkaðar afturvirkt um 20.300 kr. á mánuði frá og með 1. maí sl. Eftir þá hækkun eru mánaðarlaun forseta Íslands 1.827.143 kr., laun forsætisráðherra 1.098.208 kr. og laun ráðherra 992.512 kr. Úrskurð um kjarabreytingarnar er að finna á vefsíðu Kjararáðs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert