Má strax afnema eftirlaunalög

Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson mbl.is/ÞÖK

„Við get­um náð þessu fyr­ir há­degi á fimmtu­dag, ef það er vilji til þess,“ seg­ir Ögmund­ur Jónas­son, þing­flokks­formaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, um eft­ir­launa­lög­in svo­nefndu. Lög um eft­ir­laun for­seta Íslands, ráðherra, alþing­is­manna og hæsta­rétt­ar­dóm­ara voru samþykkt á Alþingi skömmu fyr­ir jól 2003, en þau hafa alla tíð verið um­deild.

Í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar frá 2007 seg­ir að end­ur­skoða eigi eft­ir­launa­kjör alþing­is­manna og ráðherra og koma á meira sam­ræmi í líf­eyr­is­mál­um. Á þessu ári hafa for­menn flokk­anna unnið að end­ur­skoðun lag­anna, en eng­in niðurstaða hef­ur feng­ist. Í fyrra­haust lagði Val­gerður Bjarna­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar, fram frum­varp um breyt­ing­ar á eft­ir­launa­lög­un­um, sem ekki fékk af­greiðslu. Mark­miðið var að for­rétt­indi alþing­is­manna, ráðherra og hæsta­rétt­ar­dóm­ara til líf­eyri­skjara yrðu af­num­in.

Í haust lagði þing­flokk­ur Vinstri grænna fram frum­varp sem Ögmund­ur Jónas­son seg­ir efn­is­lega svipað frum­varpi Val­gerðar. Í báðum frum­vörp­un­um er gert ráð fyr­ir að þau rétt­indi sem menn hafa þegar unnið sér inn haldi gildi sínu. Hann kveðst telja að rík­is­stjórn­in kom­ist varla upp með annað en að leggja fram nýtt frum­varp fyr­ir jól.

Árni Páll Árna­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar, hef­ur talað fyr­ir af­námi lag­anna.

Spurður um hvort hann telji lík­legt að meiri­hluti geti feng­ist fyr­ir því á þingi að fella lög­in úr gildi, seg­ir Árni Páll erfitt að átta sig á því. „Mér finnst mjög fáir [þing­menn] tala um þetta,“ seg­ir hann.

Sjálf­ur sé hann reiðubú­inn að ganga lengra en gert er í frum­varpi Val­gerðar Bjarna­dótt­ur frá í fyrra með því að af­nema líka áunn­in líf­eyr­is­rétt­indi. Þá geti þeir sem telja sig mis­rétti beitta sótt sitt mál fyr­ir dómi. „Þá vit­um við hvaða lið það er,“ seg­ir hann.

Val­gerður Sverr­is­dótt­ir, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, tel­ur Sam­fylk­ing­una bera mesta ábyrgð á að málið sé ekki komið lengra. Með frum­varp­inu fyrra, sem ekki hafi verið borið und­ir sam­starfs­flokk­inn, hafi Sam­fylk­ing­in „þjófst­artað“ mál­inu. Málið virðist í hnút á milli stjórn­ar­flokk­anna og því ólík­legt að gengið verði frá því fyr­ir jól.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert