Nauðsynlegt að vera samstiga

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra Ómar Óskarsson

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, segist hafa efasemdir um að það náist að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið áður en krónan verður sett á flot en vonast til að það verði hægt fljótlega eftir það. Tekur hún þar undir orð forsætisráðherra, Geirs H. Haarde. Segir hún lykilatriði að stjórnvöld og Seðlabankinn séu samstiga í því hvernig staðið verður að sameiningu. Þetta kom fram í máli Ingibjargar Sólrúnar að loknum þingflokksfundi Samfylkingarinnar nú síðdegis.

Hún segir ljóst að breyta þurfi lögum til þess að sameina Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann á ný. Um flóknar stofnanir sé að ræða og væntanlega þurfi að skilgreina hlutverk, stjórnskipulag og  verkaskiptingu innan sameinaðar stofnunar.

Geir sagði nú síðdegis að krónan yrði væntanlega sett á flot  fljótlega eftir að lánið verður afgreitt frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum sem gæti gerst innan skamms.

Geir sagði að ákveðið hafi verið að skipa vinnuhóp varðandi sameiningu Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka